Nokia Bluetooth Stereo Headset BH 905i - Símtöl

background image

Símtöl

Hringt er úr tækinu á venjulegan hátt þegar höfuðtólið er tengt við það.

Til að hringja aftur í númerið sem síðast var hringt í (ef farsíminn styður
þennan möguleika með höfuðtóli), þegar ekkert símtal eða
tónlistarspilun er í gangi, er ýtt tvisvar á valtakkann.

Til að gera raddstýrða hringingu virka (ef tækið styður þennan
möguleika með höfuðtólinu) er valtakkanum haldið inni í u.þ.b. tvær
sekúndur, þegar ekkert símtal er í gangi, þar til tækið hefur
raddhringingu, og fara síðan eftir leiðbeiningunum í notendahandbók
tækisins.

Svarað er eða lagt á með því að ýta á valtakkann eða nota takka símans.
Ýttu tvisvar snöggt á valtakkann til að hafna símtali.

Til að slökkva eða kveikja á hljóðnemanum í símtali þegar Bluetooth-
tenging er virk skaltu halda spilunartakkanum inni í u.þ.b. tvær
sekúndur. Þegar slökkt er á hljóðnemanum blikkar bláa Bluetooth-
stöðuljósið tvisvar á u.þ.b. fimm sekúndna fresti.

Til að flytja símtal milli höfuðtólsins og tengda tækisins þegar
Bluetooth-tenging er notuð skaltu halda valtakkanum inni í u.þ.b. tvær
sekúndur.

Til að flytja símtal frá höfuðtólinu í tengda tækið þegar hljóðsnúra er
notuð skaltu taka CA-143U eða CA-182U snúruna úr sambandi við
tækið. Til að flytja símtal til baka í höfuðtólið seturðu snúruna aftur
í samband.