Nokia Bluetooth Stereo Headset BH 905i - Hlustað á tónlist

background image

Hlustað á tónlist

Hlustað er á tónlist með því að tengja höfuðtólið við tónlistarspilara um
Bluetooth eða með CA-143U eða CA-182U hljóðsnúru. Ef höfuðtólið
er tengt við Bluetooth-tæki skal gæta þess að það styðji A2DP
Bluetooth-sniðið.

Það fer eftir tónlistarspilaranum hvaða valkosti er boðið upp á.

Ef þú hringir eða svarar símtali meðan þú hlustar á tónlist er hlé gert
á spilun hennar þar til lagt er á.

background image

G r u n n n o t k u n

15

Viðvörun: Hlusta skal með höfuðtólinu á hæfilegum hljóðstyrk.

Lag er spilað með því að velja það í tónlistarspilaranum og ýta
á spilunartakkann.

Til að gera hlé eða halda spilun áfram skaltu ýta á spilunartakkann þegar
Bluetooth-tenging er notuð, eða halda spilunartakkanum inni þegar
hljóðsnúra er notuð.

Til að stöðva spilun þegar Bluetooth-tenging er notuð skaltu halda
spilunartakkanum inni í u.þ.b. tvær sekúndur.

Til að velja næsta lag á meðan spilun fer fram skaltu ýta á takkann til að
spóla áfram. Ýttu á takkann til að spóla til baka til að velja lagið fyrir
framan. Fljótleg leið til að spóla í gegnum lagið er að halda öðrum
hvorum takkanum inni.