 
■ Höfuðtólið sett á höfuðið
Snúðu púðunum hvorum að öðrum og settu höfuðtólið á höfuðið 
þannig að púðarnir hvíli þægilega á eyrunum.
Settu þann púða sem er merktur með L á vinstra eyrað og þann sem er 
merktur með R á það hægra. Stilltu lengd spangarinnar þannig að hún 
passi vel á höfuðið.
Viðvörun: Þegar höfuðtólið er notað heyrir þú síður umhverfishljóð. 
Ekki skal nota höfuðtólið þar sem hætta getur stafað af. 
Þegar þú hættir að nota höfuðtólið skaltu gæta þess að slökkt sé 
á hávaðasíunni til að spara orku.