■ Rafhlaðan hlaðin
Ekki er hægt að tengja höfuðtólið við Bluetooth-tæki eða nota
hávaðasíuna fyrr en rafhlaðan hefur verið hlaðin.
Áður en rafhlaðan er hlaðin skaltu kynna þér vel „Upplýsingar um
rafhlöðu og hleðslutæki“, á bls. 17.
1. Stingdu hleðslutækinu í samband við innstungu.
2. Tengdu snúru hleðslutækisins við tengið. Stöðuljósið fyrir hleðslu og
hávaðasíu er rautt á meðan hleðsla er í gangi.
Það getur tekið allt að 2 klukkustundir að hlaða rafhlöðuna að fullu.
3. Græna stöðuljósið birtist þegar rafhlaðan er fullhlaðin. Hleðslutækið
er fyrst tekið úr sambandi við höfuðtólið, síðan úr
rafmagnsinnstungunni.
Þegar hleðslutæki er tekið úr sambandi skaltu taka í klóna, ekki
leiðsluna.
Þegar rafhlöðuhleðslan er lítil og kveikt er á Bluetooth-tengingu gefur
höfuðtólið frá sér tón á 5 mínútna fresti og rauða stöðuljósið fyrir
hleðslu og hávaðasíu blikkar.