 
Höfuðtólið tengt aftur
Til að tengja höfuðtólið handvirkt við tækið sem síðast var notað og 
styður A2DP Bluetooth-sniðið en ekki HFP-sniðið (t.d. eftir að tenging 
hefur rofnað) skaltu gera Bluetooth-tenginguna óvirka og síðan virka 
á ný í höfuðtólinu, eða ýta á spilunartakkann þegar Bluetooth-tengingin 
er virk.
Til að tengja höfuðtólið handvirkt við tækið sem síðast var notað og 
styður HFP Bluetooth-sniðið eða HFP- og A2DP-sniðin skaltu koma 
á tengingu í Bluetooth-valmynd tækisins eða halda valtakkanum inni 
í u.þ.b. tvær sekúndur.
Hugsanlega er hægt að stilla tækið þannig að höfuðtólið tengist því 
sjálfkrafa. Í Nokia-tækjum er þessi möguleiki virkjaður með því að breyta 
stillingum fyrir pöruð tæki í Bluetooth-valmyndinni.