 
Ræsa
Bluetooth-tenging er gerð virk með því að halda valtakkanum inni í um 
tvær sekúndur. Höfuðtólið gefur þá frá sér tón og Bluetooth-stöðuljósið 
verður grænt í smástund.
Höfuðtólið reynir að tengjast farsímatækinu sem síðast var notað og 
styður HFP Bluetooth-sniðið og tónlistarspilarann sem síðast var 
notaður og styður A2DP-sniðið, ef sama tækið styður ekki bæði sniðin. 
Þegar höfuðtólið er tengt við tækið og er tilbúið til notkunar blikkar 
Bluetooth-stöðuljósið rólega í bláum lit.
Hafi höfuðtólið aldrei verið parað við neitt tæki fer það sjálfkrafa 
í pörunarstillingu. Sjá einnig „Höfuðtólið parað og tengt við Bluetooth-
tæki“, á bls. 10.