 
■ Þráðlaus Bluetooth-tækni
Með þráðlausu Bluetooth-tækninni 
er hægt að tengja saman samhæfa 
farsíma án snúru. Höfuðtólið þarf 
ekki að vera í beinni sjónlínu við 
hitt tækið, en tækin verða að vera 
í innan við 10 metra fjarlægð hvort 
frá öðru. Því minni fjarlægð sem er 
á milli tækjanna, þeim mun betra er 
sambandið. Ákjósanlegasta 
sendisvæðið er sýnt með dökkgráum 
 
K y n n i n g
5
lit á myndinni. Tengingin getur orðið fyrir truflunum vegna of mikillar 
fjarlægðar, hindrana (sýnt með ljósgráum lit) eða annarra 
rafeindatækja.
Höfuðtólið er samhæft við Bluetooth Specification 2.1 + EDR og styður 
eftirfarandi snið: Headset Profile 1.1 (snið fyrir höfuðtól), Hands-Free 
Profile 1.5 (snið fyrir handfrjálsan búnað), Advanced Audio Distribution 
Profile (A2DP) 1.2 (snið fyrir hljóðdreifingu) og Audio Video Remote 
Control Profile 1.0 (snið fyrir hljóð- og myndstýringu). Leita skal 
upplýsinga hjá framleiðendum annarra tækja um samhæfi þeirra við 
þetta tæki.