 
1. Kynning
Með Nokia BH-905i Bluetooth steríóhöfuðtóli með hávaðasíu er hægt 
að tala handfrjálst í samhæfan farsíma og hlusta á tónlist úr samhæfum 
tónlistarspilara.
Hávaðasían gerir þér einnig kleift að nota höfuðtólið í hávaðasömu 
umhverfi.
Hægt er að tengja hátalarana við samhæft tæki með þráðlausri 
Bluetooth-tækni eða meðfylgjandi snúru.
Lestu þessa notendahandbók vandlega áður en þú byrjar að nota 
höfuðtólið. Lestu einnig notendahandbók tækisins sem ætlunin er að 
tengja við höfuðtólið. Frekari upplýsingar eru á www.nokia.com/support 
eða á vefsvæði Nokia í þínu landi.
Þessi vara getur innihaldið smáa hluti. Þá skal geyma þar sem lítil börn 
ná ekki til. 
Til athugunar: Ekki er nikkel í málmhúð á yfirborði tækisins. 
Ryðfrítt stál er á yfirborði tækisins.